Talið er að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi tekið inn blöndu af örvandi lyfjum stuttu áður en hann framdi ódæðisverk sín í júlí á síðasta ári.
Joerg Moerland, prófessor í eiturefnafræði, bar vitni í réttarhöldunum yfir Breivik í miðborg Oslóar í dag.
Þar sagði hann að Breivik hefði líklega tekið inn blöndu af efedríni, koffíni og verkjalyfjum.
Breivik gengst við því að hafa myrt 77 manns, 22. júlí á síðasta ári, ásamt því að hafa sært 242. Hann þvertekur þó fyrir að hafa brotið lög.
Breivik sagður hafa tekið inn lyfjakokteil
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
