Segir Ólaf Ragnar einu óvissuna í stjórnskipan landsins Erla Hlynsdóttir skrifar 28. maí 2012 19:15 Þóra Arnórsdóttir segist ekki vera nein puntudúkka. Hún hnýtti í Ólaf Ragnar Grímsson þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag, og sagði hann sekan um lýðskrum. Það hefur farið lítið fyrir Þóru Arnórsdóttur í kosningabaráttunni til forseta Íslands undanfarna daga. Þóra eignaðist barn á dögunum og tók sér þá stutt hlé frá baráttunni, en á sama tíma nýtti Ólafur Ragnar Grímsson sér tækifærið og steig fram á völlinn. Þóra opnaði hinsvegar kosningamiðstöð sína í dag og það var glatt á hjalla. Margmenni hafði safnast þar saman þegar Þóra kom síðdegis, ásamt Svavari Halldórssyni eiginmanni sínum, og fékk nýjasti fjölskyldumeðlimurin að fljóta með. Þóra segir engra stefnubreytinga að vænta nú þegar hún hefur snúið aftur í baráttunni um forsetaembættið. „Nei, skilaboðin eru nákvæmlega þau sömu og þau voru í upphafi, við eigum að stefna að því að sameinast en ekki ala frekar á sundurlyndi hjá þessari þjóð," sagði Þóra ákveðin. Þóra ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan kosningamiðstöðina. Meðal þess sem hæst hefur farið að undanförnu eru ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði að forsetinn ætti ekki að vera skrautdúkka, og hafa margir talið hann þarna vísa til Þóru. Hún í dag að það væri hlutverk forseta að standa vörð um lýðræðið, en ekki taka virkan þátt í baráttunni. „Þannig forseti er ekki puntudúkka - það var Vigdís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur," sagði Þóra. Og hún vísaði meira til Ólafs Ragnars. „Og forseti getur heldur ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknast. Slíkt tal er lýðskrum. Þjóðin fær tækifæri til að tjá sig um núverandi þing og ríkisstjórn innan árs, þannig eru leikreglurnar og þær ber að virða," sagði hún. En haft hefur verið eftir Ólafi Rangari í fjölmiðlum að hann hafi litið á það sem möguleika að mynda utanþingsstjórn þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. „Ólafur Ragnar Grímsson kaus að hefja kosningabaráttu sína mjög bratt. Hann metur það sem svo að hér ríki neyðarástand og óvissa um fullveldi Íslands og framtíðarstjórnskipan. Staðreyndin er hins vegar sú að helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórnskipan landsins er teygjanleg túlkun hans sjálfs á valdsviði forseta," sagði Þóra að lokum. Hér fyrir neðan má lesa ræðu Þóru í heild sinni:Kæru vinir. Gaman að sjá ykkur öll hér.Þessi dagur markar upphaf kosningabaráttunnar hjá okkur. Ég er búin að nýta síðustu daga og vikur til að safna kröftum og undirbúa það sem framundan er. Þessar kosningar eru nefnilega afar mikilvægar í sögulegu samhengi. 30. júní munu Íslendingar ákveða hvers konar forseta þeir vilja, hvernig forsetaembættið á að vera til framtíðar. Næstu vikur munu fara í að koma því út sem víðast, helst til hvers einasta kjósanda, skýrt og klárt og kvitt hver mín sýn á þetta æðsta embætti ríkisins er.Það er alveg ljóst að hún er íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda, sem hafa að mínu mati rangtúlkað nokkuð eða misskilið hlutverk forseta. Þegar Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944 var skýrt að í hinu nýja lýðveldi yrði þingræði með forseta - ekki forsetaræði. Það leikur enginn vafi á því hver andi stjórnarskrárinnar er: forsetinn hefur takmörkuð völd, en hlutverk hans er stórt engu að síður.Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ítrustu neyð. Þess vegna er svo mikilvægt að Alþingi bæti sín vinnubrögð. Ef stórum deilumálum er þröngvað í gegnum þingið, með minnsta mögulega meirihluta og í hávaðarifrildi, aukast líkurnar mjög á því að kjósendur taki sig saman og biðji forsetann um að skrifa ekki undir lög sem þannig eru samþykkt.Forsetinn getur einnig haft töluverðu hlutverki að gegna við stjórnarmyndun. Þá komum við að öðru leiðarstefi: ég hef sagt frá upphafi að ég telji að forsetinn eiga ekki að vera þáttakandi í hinum pólitíska leik. Hvað er átt við með því? Jú, það þýðir einfaldlega að hann lætur stjórnmálaflokkana um hina daglegu, pólitísku umræðu en gætir þess að þegar til hans kasta kemur njóti allir sannmælis og jafnræðis, sama hvar í flokki þeir standa. Þess vegna skiptir máli að forsetinn eigi gott samband við leiðtoga allra flokka á þingi - nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig getur hann fylgst náið með stjórn landsins og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þegar það á við.Forseti sem rekur eigin stjórnmálastefnu í samkeppni við þjóðkjörið þing og ríkisstjórn getur ekki fyllilega rækt eitt sitt meginhlutverk: að vera sameiningarafl inn á við. Að vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem deila sýn hans á pólitísk deilumál. Hann á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í baráttunni. Þannig forseti er ekki puntudúkka - það var Vigdís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur.Það er nefnilega ekki ómerkilegt að tala um það sem gerir okkur að þjóð. Hver einasti erlendi blaðamaður sem hefur tekið við mig viðtal á undanförnum vikum, og þeir eru farnir að teljast í tugum, hefur spurt að þessu – með mismunandi hætti. Það er: Hvernig stendur á því að Ísland er komið svona langt í að jafna rétt kynjanna, hvers vegna er best að vera móðir hér, af hverju hafa börn það hvað best og samkynhneigðir, hvernig stendur á því að Ísland er ein ríkasta þjóð í heimi og svo framvegis. Mín svör hafa verið tvenns konar: Annars vegar að þótt við séum vissulega komin langt á ýmsum sviðum, þá má svo sannarlega gera betur – við eigum ekki að draga upp þá mynd að hér sé eitthvert sæluríki þar sem við erum best í öllu – en hins vegar þá er svarið það að við, sem þjóð, höfum ákveðið að við viljum hafa samfélagið okkar svona. Það var ekki valdboð að ofan sem skipulagði þessa þróun. Við ákváðum að samfélagið skuli meðal annars byggt á þessum grunngildum: Lýðræði, jafnrétti, frelsi og mannúð. Og - við höfum komið okkur saman um þetta í áranna rás án þess að beita rýtingum og skammbyssum – með stöðugri umræðu og rökræðu - sem hefur oft verið snörp - en við höfum sameinast um þetta. Þess vegna er gott að búa hér og þannig á það að vera áfram. Við eigum sameiginlega sögu, sameiginlegan menningararf og sameiginlega hagsmuni, sem forsetinn á að vinna að af heilum hug. - Því sem gerir okkur að þjóð.Hann á líka að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd. Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis. En það er mikilvægt er að setja ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa.Því hefur verið haldið fram að komandi forsetakosningar snúist um Evrópusambandið. Því er ég ósammála. Forsetinn á ekki að taka opinbera afstöðu með annarri hvorri fylkingunni, heldur aðeins að sjá til þess að þjóðin eigi lokaorðið í hreinni og beinni atkvæðagreiðslu. Nái ég kjöri mun ég sem forseti tryggja að þjóðin fái undanbragðalaust að segja já eða nei um aðild að Evrópusambandinu – og að það verði niðurstaðan sem gildir.Forsetinn sver eið að stjórnarskránni. Þar er hvergi gert ráð fyrir fyrir aðkomu hans sjálfs að breytingum á henni. Sama hvað hver segir. Ef ný stjórnskipunarlög verða samþykkt fyrir lok þessa kjörtímabils og ef nýtt þing samþykkir þau líka, þá getur forsetinn vissulega synjað þeim svo þau fari í þjóðaratkvæði. Eins og með öll önnur lög.Og forseti getur heldur ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknast. Slíkt tal er lýðskrum. Þjóðin fær tækifæri til að tjá sig um núverandi þing og ríkisstjórn innan árs, þannig eru leikreglurnar og þær ber að virða.Ólafur Ragnar Grímsson kaus að hefja kosningabaráttu sína mjög bratt. Hann metur það sem svo að hér ríki neyðarástand og óvissa um fullveldi Íslands og framtíðarstjórnskipan. Staðreyndin er hins vegar sú að helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórnskipan landsins er teygjanleg túlkun hans sjálfs á valdsviði forseta.Við sjáum það í könnunum að fylgið er á nokkurri hreyfingu, en þó er myndin nokkuð skýr. Valkostirnir eru tveir, sú sem hér stendur og hinsvegar að veita núverandi forseta umboð til að sitja í 20 ár. Næstu fjórar vikur verða spennandi – við ætlum að þeytast dálítið um landið, það verða allra handa viðburðir út um allt – áheitaboðhlaup, tónleikar, jóganámskeið og hvað veit ég. Allt gert með bros á vör. Það má nefnilega alveg vera glaður – það er komið sumar og það er gaman að vera til.Ég sagði í upphafi að þessar kosningar væru mikilvægar. Það eru þær svo sannarlega. Mikilvægar því þær fjalla ekki bara um hvernig forsetaembætti við ætlum að hafa. Heldur líka mikilvægar því þær fjalla um hvaða framtíð við ætlum að eiga. Ætlum við sífellt að horfa til baka eða ætlum við að horfa fram á við og fara að byggja upp?Ég skynja mjög sterka undirliggjandi þörf um nýja stefnu fyrir þjóðina þar sem við vinnum saman að hagsmunum lands og þjóðar. Höfnum gamalsdags, sundrandi átakapólitík og skotgröfum stríðandi fylkinga. Höfnum úr sér gengnum kreddum. Allt í kringum mig, allstaðar þar sem ég kem, hvort sem það er í Bolungarvík eða Breiðholti, Seyðisfirði eða Seltjarnarnesi finn ég kraftinn í fólkinu sem vill vinna að nýjum tímum, fólki sem vill breyta umræðunni, sem vill sameinast um nýja tíma.Góðir vinirNýtum vikurnar framundan sem best við getum, ef við stöndum saman sem einn maður, þá eru okkur allir vegir færir, jafnvel - og vonandi - Álftanessafleggjarinn! Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir segist ekki vera nein puntudúkka. Hún hnýtti í Ólaf Ragnar Grímsson þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag, og sagði hann sekan um lýðskrum. Það hefur farið lítið fyrir Þóru Arnórsdóttur í kosningabaráttunni til forseta Íslands undanfarna daga. Þóra eignaðist barn á dögunum og tók sér þá stutt hlé frá baráttunni, en á sama tíma nýtti Ólafur Ragnar Grímsson sér tækifærið og steig fram á völlinn. Þóra opnaði hinsvegar kosningamiðstöð sína í dag og það var glatt á hjalla. Margmenni hafði safnast þar saman þegar Þóra kom síðdegis, ásamt Svavari Halldórssyni eiginmanni sínum, og fékk nýjasti fjölskyldumeðlimurin að fljóta með. Þóra segir engra stefnubreytinga að vænta nú þegar hún hefur snúið aftur í baráttunni um forsetaembættið. „Nei, skilaboðin eru nákvæmlega þau sömu og þau voru í upphafi, við eigum að stefna að því að sameinast en ekki ala frekar á sundurlyndi hjá þessari þjóð," sagði Þóra ákveðin. Þóra ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan kosningamiðstöðina. Meðal þess sem hæst hefur farið að undanförnu eru ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði að forsetinn ætti ekki að vera skrautdúkka, og hafa margir talið hann þarna vísa til Þóru. Hún í dag að það væri hlutverk forseta að standa vörð um lýðræðið, en ekki taka virkan þátt í baráttunni. „Þannig forseti er ekki puntudúkka - það var Vigdís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur," sagði Þóra. Og hún vísaði meira til Ólafs Ragnars. „Og forseti getur heldur ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknast. Slíkt tal er lýðskrum. Þjóðin fær tækifæri til að tjá sig um núverandi þing og ríkisstjórn innan árs, þannig eru leikreglurnar og þær ber að virða," sagði hún. En haft hefur verið eftir Ólafi Rangari í fjölmiðlum að hann hafi litið á það sem möguleika að mynda utanþingsstjórn þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. „Ólafur Ragnar Grímsson kaus að hefja kosningabaráttu sína mjög bratt. Hann metur það sem svo að hér ríki neyðarástand og óvissa um fullveldi Íslands og framtíðarstjórnskipan. Staðreyndin er hins vegar sú að helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórnskipan landsins er teygjanleg túlkun hans sjálfs á valdsviði forseta," sagði Þóra að lokum. Hér fyrir neðan má lesa ræðu Þóru í heild sinni:Kæru vinir. Gaman að sjá ykkur öll hér.Þessi dagur markar upphaf kosningabaráttunnar hjá okkur. Ég er búin að nýta síðustu daga og vikur til að safna kröftum og undirbúa það sem framundan er. Þessar kosningar eru nefnilega afar mikilvægar í sögulegu samhengi. 30. júní munu Íslendingar ákveða hvers konar forseta þeir vilja, hvernig forsetaembættið á að vera til framtíðar. Næstu vikur munu fara í að koma því út sem víðast, helst til hvers einasta kjósanda, skýrt og klárt og kvitt hver mín sýn á þetta æðsta embætti ríkisins er.Það er alveg ljóst að hún er íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda, sem hafa að mínu mati rangtúlkað nokkuð eða misskilið hlutverk forseta. Þegar Ísland fékk fullt sjálfstæði frá Dönum 1944 var skýrt að í hinu nýja lýðveldi yrði þingræði með forseta - ekki forsetaræði. Það leikur enginn vafi á því hver andi stjórnarskrárinnar er: forsetinn hefur takmörkuð völd, en hlutverk hans er stórt engu að síður.Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ítrustu neyð. Þess vegna er svo mikilvægt að Alþingi bæti sín vinnubrögð. Ef stórum deilumálum er þröngvað í gegnum þingið, með minnsta mögulega meirihluta og í hávaðarifrildi, aukast líkurnar mjög á því að kjósendur taki sig saman og biðji forsetann um að skrifa ekki undir lög sem þannig eru samþykkt.Forsetinn getur einnig haft töluverðu hlutverki að gegna við stjórnarmyndun. Þá komum við að öðru leiðarstefi: ég hef sagt frá upphafi að ég telji að forsetinn eiga ekki að vera þáttakandi í hinum pólitíska leik. Hvað er átt við með því? Jú, það þýðir einfaldlega að hann lætur stjórnmálaflokkana um hina daglegu, pólitísku umræðu en gætir þess að þegar til hans kasta kemur njóti allir sannmælis og jafnræðis, sama hvar í flokki þeir standa. Þess vegna skiptir máli að forsetinn eigi gott samband við leiðtoga allra flokka á þingi - nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig getur hann fylgst náið með stjórn landsins og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þegar það á við.Forseti sem rekur eigin stjórnmálastefnu í samkeppni við þjóðkjörið þing og ríkisstjórn getur ekki fyllilega rækt eitt sitt meginhlutverk: að vera sameiningarafl inn á við. Að vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem deila sýn hans á pólitísk deilumál. Hann á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í baráttunni. Þannig forseti er ekki puntudúkka - það var Vigdís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur.Það er nefnilega ekki ómerkilegt að tala um það sem gerir okkur að þjóð. Hver einasti erlendi blaðamaður sem hefur tekið við mig viðtal á undanförnum vikum, og þeir eru farnir að teljast í tugum, hefur spurt að þessu – með mismunandi hætti. Það er: Hvernig stendur á því að Ísland er komið svona langt í að jafna rétt kynjanna, hvers vegna er best að vera móðir hér, af hverju hafa börn það hvað best og samkynhneigðir, hvernig stendur á því að Ísland er ein ríkasta þjóð í heimi og svo framvegis. Mín svör hafa verið tvenns konar: Annars vegar að þótt við séum vissulega komin langt á ýmsum sviðum, þá má svo sannarlega gera betur – við eigum ekki að draga upp þá mynd að hér sé eitthvert sæluríki þar sem við erum best í öllu – en hins vegar þá er svarið það að við, sem þjóð, höfum ákveðið að við viljum hafa samfélagið okkar svona. Það var ekki valdboð að ofan sem skipulagði þessa þróun. Við ákváðum að samfélagið skuli meðal annars byggt á þessum grunngildum: Lýðræði, jafnrétti, frelsi og mannúð. Og - við höfum komið okkur saman um þetta í áranna rás án þess að beita rýtingum og skammbyssum – með stöðugri umræðu og rökræðu - sem hefur oft verið snörp - en við höfum sameinast um þetta. Þess vegna er gott að búa hér og þannig á það að vera áfram. Við eigum sameiginlega sögu, sameiginlegan menningararf og sameiginlega hagsmuni, sem forsetinn á að vinna að af heilum hug. - Því sem gerir okkur að þjóð.Hann á líka að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd. Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis. En það er mikilvægt er að setja ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa.Því hefur verið haldið fram að komandi forsetakosningar snúist um Evrópusambandið. Því er ég ósammála. Forsetinn á ekki að taka opinbera afstöðu með annarri hvorri fylkingunni, heldur aðeins að sjá til þess að þjóðin eigi lokaorðið í hreinni og beinni atkvæðagreiðslu. Nái ég kjöri mun ég sem forseti tryggja að þjóðin fái undanbragðalaust að segja já eða nei um aðild að Evrópusambandinu – og að það verði niðurstaðan sem gildir.Forsetinn sver eið að stjórnarskránni. Þar er hvergi gert ráð fyrir fyrir aðkomu hans sjálfs að breytingum á henni. Sama hvað hver segir. Ef ný stjórnskipunarlög verða samþykkt fyrir lok þessa kjörtímabils og ef nýtt þing samþykkir þau líka, þá getur forsetinn vissulega synjað þeim svo þau fari í þjóðaratkvæði. Eins og með öll önnur lög.Og forseti getur heldur ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknast. Slíkt tal er lýðskrum. Þjóðin fær tækifæri til að tjá sig um núverandi þing og ríkisstjórn innan árs, þannig eru leikreglurnar og þær ber að virða.Ólafur Ragnar Grímsson kaus að hefja kosningabaráttu sína mjög bratt. Hann metur það sem svo að hér ríki neyðarástand og óvissa um fullveldi Íslands og framtíðarstjórnskipan. Staðreyndin er hins vegar sú að helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórnskipan landsins er teygjanleg túlkun hans sjálfs á valdsviði forseta.Við sjáum það í könnunum að fylgið er á nokkurri hreyfingu, en þó er myndin nokkuð skýr. Valkostirnir eru tveir, sú sem hér stendur og hinsvegar að veita núverandi forseta umboð til að sitja í 20 ár. Næstu fjórar vikur verða spennandi – við ætlum að þeytast dálítið um landið, það verða allra handa viðburðir út um allt – áheitaboðhlaup, tónleikar, jóganámskeið og hvað veit ég. Allt gert með bros á vör. Það má nefnilega alveg vera glaður – það er komið sumar og það er gaman að vera til.Ég sagði í upphafi að þessar kosningar væru mikilvægar. Það eru þær svo sannarlega. Mikilvægar því þær fjalla ekki bara um hvernig forsetaembætti við ætlum að hafa. Heldur líka mikilvægar því þær fjalla um hvaða framtíð við ætlum að eiga. Ætlum við sífellt að horfa til baka eða ætlum við að horfa fram á við og fara að byggja upp?Ég skynja mjög sterka undirliggjandi þörf um nýja stefnu fyrir þjóðina þar sem við vinnum saman að hagsmunum lands og þjóðar. Höfnum gamalsdags, sundrandi átakapólitík og skotgröfum stríðandi fylkinga. Höfnum úr sér gengnum kreddum. Allt í kringum mig, allstaðar þar sem ég kem, hvort sem það er í Bolungarvík eða Breiðholti, Seyðisfirði eða Seltjarnarnesi finn ég kraftinn í fólkinu sem vill vinna að nýjum tímum, fólki sem vill breyta umræðunni, sem vill sameinast um nýja tíma.Góðir vinirNýtum vikurnar framundan sem best við getum, ef við stöndum saman sem einn maður, þá eru okkur allir vegir færir, jafnvel - og vonandi - Álftanessafleggjarinn!
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira