Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég á von á því að verja mestum tíma mínum hérlendis á næstu árum og ég myndi leggja áherslu á að spara tilkostnað til ferðalaga. Ég myndi auk þess leggja áherslu á tengingu við þróunarlönd og ég myndi verja hluta launa minna til að styrkja verkefni til aukinnar velferðar í slíkum löndum auk þess að styrkja góð málefni hér innanlands. En þegar ég myndi kynna Ísland á erlendri grundu myndi ég leggja áherslu á sérstöðu landsins. Að kynna það með víðtækum hætti með vísan til sögu og menningu. Íslendingasögurnar frá þjóðveldisöld eru heillandi menningararfur leitandi þjóðar. Sjálfstæðisbarátta okkar tiltölulega nýtilkomin og lýðveldið mjög ungt. Kvenfrelsisbarátta í forgrunni á 20. öldinni með tilkomu kosningaréttar kvenna, þátttöku í stjórnmálum og fyrsta kjörna kvenforseta í heimi. Hér er hátt menntunarstig, mikill framtakssamur mannauður og almennt frelsi til athafna. Tungumálið okkar hefur varðveist nánast óbreytt frá örófi alda. Náttúra okkar er einstaklega ósnert og á Íslandi er mesta óbyggða víðernið sem þekkist í Evrópu, sem eru ómetanleg verðmæti á tímum víðtæks ágangs mannsins á náttúrunni. Ég myndi tala fyrir umhverfisvernd og umhverfisvænum atvinnugreinum ásamt hófsamri sjálfbærri orkunýtingu til að sporna við hlýnun jarðar. Jarðfræði landsins er sérstök, sitjandi á flekaskilum, enda hafa eldfjöll landsins verið umtöluð í Evrópu, allt frá því Heklu á miðöldum og fram að Eyjafjallajökli í dag. Þá má ekki gleyma því að við megum vera mjög stolt af því að vera herlaust land. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Málskotsréttinn tel ég að eigi að nota í málefnum sem snerta fullveldi þjóðar, ríka almannahagsmuni og stórar mikilvægar ákvarðanir sem þjóðin vill sjálf segja til um. Málskotsrétturinn er hugsaður til þess að hægt sé að grípa inn í þegar þingið gengur fram þvert gegn vilja þjóðar eða hunsar hann og djúp gjá hefur myndast þar á milli. Við kjósum okkur ekki fulltrúa á þing til þess að hunsa eða valta yfir meirihlutaviljann. Landsbankinn er núna að mestum hluta í eigu ríkisins. Ég myndi telja það réttast að vísa því til þjóðarinnar ef svo rík krafa kæmi frá þjóðinni. Það væri vísbending um að þjóðinni þætti ástæða til að fólkið sjálft hefði lokaorðið um þessa ákvörðun og þar sem eignin er þjóðarinnar þá þætti mér það sjálfsagt mál. Ég hefði talið eðlilegt að vísa mun fleiri málum er vörðuðu sölu á ríkiseignum til einkaaðila í þjóðaratkvæði.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn á að vera almennur talsmaður landsins í víðum skilningi. Hann getur því kynnt atvinnustefnu landsins og helstu atvinnuvegi þótt líklegra verði að teljast að kynningarfulltrúi atvinnuvegaráðuneytis myndi gera það eða einhver kynningarfulltrúi ríkisstjórnar á hverjum tíma. En að mínu mati á hann alls ekki að nota embættið í þeim tilgangi að vera milligöngumaður fyrir einstök fyrirtæki. En þar sem Ísland er lítið land og fámennt í alþjóðlegum samanburði þýðir „íslenskt atvinnulíf" í rauninni fáir stórir aðilar á íslenskum mælikvarða. Það getur verið erfitt að finna eðlilegt jafnvægi á milli þess að kynna atvinnuvegi í víðum skilningi eða ganga erinda einkaaðila, setja þarf skýr mörk hvað það varðar.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Ef lýðræðið virkar eins og það á að gera í raun, þá ætti ríkisstjórn lýðveldisins að tala í takt við meirihlutaviljann og þegar allt er í eðlilegu horfi þá tala fulltrúar ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu sinni, bæði utan ríkis sem innan. Það er þó ekki útilokað að það komi upp mjög óvenjulegar aðstæður og tilvik þar sem ríkisstjórn talar ekki máli meirihlutaviljans eða gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og þá er það skylda forseta að tala fyrir honum. Hlutverk forseta er fyrst og fremst að vera öryggisvörður um lýðræðið og réttindi fólksins í landinu og hann getur þurft að tala fyrir þeim réttindum í neyðartilvikum.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég tel enga þörf fyrir embættið ef ekki á að leggja alla áherslu á að nýta það eins og ætlunin var frá upphafi, að tempra vald þingsins og sjá til þess að þingið vandi störf sín í þágu almannahagsmuna og meirihlutavilja þjóðar. Ég tel það ákaflega dýrmætti og mikilvægt að varðveita hugmyndir þeirra sem tóku upp stjórnarskrána á sínum tíma samhliða sjálfstæðisbaráttu okkar og vörðuðu leiðina til nýsköpunar lýðræðis, eins og Svanur Kristjánsson orðar það í nýlegri grein sinni í Skírni. Íslendingar ákváðu á þeim tíma með ígrunduðum og meðvituðum hætti að veita þinginu ekki alræðisvald eins og tíðkaðist í Evrópu á þeim tímum – heldur þess í stað að tempra vald þess með því að deila því með forseta þegar á reyndi í stórum málum. Þannig var synjunarvaldið sett inn í málskotsréttinn og getur forsetinn veitt þjóðinni aðkomu að stórum ávörðunum, en synjunarvaldið er þjóðarinnar en ekki forsetans. Forsetinn hefur það eiðsvarna skilgreinda hlutverk að standa vörð um lýðræðið og brúa gjá milli þings og þjóðar þegar þess þarf. Eins og er höfum við engin lög sem tryggja fólkinu þessi völd með beinum hætti – það er eingöngu í gegnum forsetaembættið. Ég tel það því gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki eins og stjórnarskrá og lög eru í dag. Ef við hins vegar færum það vald beint til fólksins í nýrri stjórnarskrá – þá verður þörfin fyrir embættið minni í þessum skilningi, en hún verður annars konar. Ég tel jafnvægi milli fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis mjög mikilvægt.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Ég les samfélagið þannig að þegar 90% þjóðarinnar treystir ekki Alþingi þá er lýðræðið og samfélagið hætt komið og á slíkum tímum þarf þjóðin á fulltrúa að halda í embætti forseta sem hefur skýra sýn á skyldur sínar til að standa vörð um lýðræðið og fulltrúa sem er tilbúinn að beita sér þannig að meirihlutavilji fólksins nái fram að ganga. Það er hans hlutverk þegar þingið bregst. Ég tel að Alþingi þurfi á hjálp fólksins að halda til að hægt sé að endurvekja þetta rúna traust. Eina leiðin til þess er að hvetja þingið til að láta verkin tala í þágu stóra meirihlutaviljans. Þess vegna hef ég lagt til ákveðin málefni sem ég vil leggja áherslu á og bið þjóðina að senda skýr skilaboð með algerlega þverpólitískum hætti um að leysa þau mál til að brúa gjána sem myndast hefur milli þings og þjóðar. Þó skal tekið fram að ég tel ekki að forseti eigi að þurfa að beita sér almennt í slíkum málum, heldur einungis þegar þaulreynt er og ljóst er orðið að þinginu tekst ekki að leysa þau. Ég tel að þetta muni leiða til þess að við förum að sjá þingið vanda betur til verka í þágu meirihlutaviljans. Ég vil stíga ákaflega varlega til jarðar með þau völd sem fólkið veitir mér og ætla þess vegna að kalla saman þjóðfund til að ræða stjórnarskrána með beinum hætti við fólkið og móta viðmiðunarreglur fyrir mig í embættinu. Ég vonast til að fólkið í landinu sameinist um að hefja endurreisnarstarfið sem við þurfum á að halda, bæði þjóðþingið, forsetaembættið og heimilin í landinu. Um það getur þjóðin sameinast í þessum kosningum. Við getum ekki sameinast um að brosa bara og horfa til framtíðar og í leiðinni lokað augunum fyrir þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir núna í kjölfar hrunsins. Við þurfum að leysa þau í sameiningu til þess að geta haldið áfram.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Þjóðin varð fyrir gífurlegu áfalli við hrunið, það varð ekki eingöngu efnahagslegt hrun, það varð líka siðferðilegt hrun og fólki varð það ljóst hve mikil spilling ríkir hér. Ég lít svo á að þjóðin sé að ganga í gegnum áveðið tímabil hreinsunar – en betur má ef duga skal, fólkið verður að upplifa einhverja raunverulega hreinsun. Vegna þess að aðalorsakavaldar tjónsins hafa ekki verið látnir axla ábyrgð, ríkir mikið vantraust í garð allra valdastofnana. Þingið er rúið trausti, eftirlitsstofnanir eru rúnar trausti. Ef löggjafar- og framkvæmdavaldið léti verkin tala í þágu heimilanna í landinu tel ég að það yrði til að endurvekja traustið. Ef orsakavaldar tjónsins verða látnir axla ábyrg tel ég að það verði til að endurvekja traustið. Traust og öryggi er það sem þjóðin þarf á að halda núna. En til þess að svo geti orðið þarf að láta verkin tala og við þurfum sjálf að gera kröfu um það.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Mikilvægasta hlutverkið er að standa vörð um lýðræðið og sjá til þess að meirihlutaviljinn nái fram að ganga – það er eina skilgreinda hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og því eiðsvarið hlutverk. Ég er eini frambjóðandinn sem sýni valdinu sem býr í stjórnarskránni þannig auðmýkt að ætla fólkinu sjálfu að móta viðmiðunarreglur fyrir mig í embætti á þjóðfundi. Ég er eini frambjóðandinn sem vil vera sú fyrirmynd að aðskila embættið frá viðskiptalífinu með því að þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum og setja fram skýrar línur um að ég mun ekki gerast talsmaður einstakra fyrirtækja. Þar að auki er ég eini frambjóðandinn sem er tilbúinn til að beita mér fyrir stórum meirihlutamálum sem brenna á þjóðinni Það eru almennar leiðréttingar lána, afnám verðtryggingar, hækkun lágmarkslauna og þjóðaratkvæðagreiðslur til fólksins. Það skal tekið fram að þetta eru áherslumál þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum og fyrir þeim um og yfir 80% vilji fólksins. Ég mun tala fyrir því að bera virðingu fyrir grunnstoð samfélagsins, heimilum landsins. Þar að auki er mikilvægt að treysta og styrkja lýðræðið með breytingum á stjórnarskrá eða lagasetningu sem innibera að tiltekinn hluti kosningabærra manna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál með beinum hætti. Ég lít á það sem skyldu mína að leiða fram þessar breytingar, beita áhrifum mínum til að svo megi verða og ég tel að þær muni verða til þess að brúa hina margumtöluðu gjá. Endurvakið traust, vandaðri vinnubrögð og vilji fólksins eru því mínar megináherslur. Til viðbótar við þetta mun ég að sjálfsögðu vanda mig við að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar með málefnalegum og yfirveguðum hætti til landkynningar í víðum skilningi þess orðs, en ávallt með áherslu á sérstöðu lands og þjóðar. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn getur verið sameiningarafl, en þegar á reynir og forsetinn þarf að taka erfiðar ákvarðanir, eins og allir forsetar lýðveldisins hafa þurft að gera, þá mun alltaf einhver verða ósáttur. Það er óumflýjanlegur hluti af því að taka erfiðar ákvarðanir. En forsetinn getur hæglega haft þá eiginleika að vera fær um að sameina fólkið og tala fyrir því sem sameinar fólk, bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Forsetinn þarf að hafa marga eiginleika og vera fær um að endurspegla gildi sem samfélagið ber virðingu fyrir eins og kærleika, heiðarleika, hugrekki, hófsemi, auðmýkt, réttlæti, jafnrétti, traust, mannréttindi, sjálfbærni og umhverfisvernd í víðtækum skilningi. Hann þarf að hafa djúpstæða umhyggju fyrir landi og þjóð og virðingu fyrir lýðræðinu. Það er að mínu mati kostur að forsetinn sé alþýðlegur í góðri snertingu við þjóðina. Forsetinn þarf að vera fær um að setja sig inn í ólík málefni á mismunandi sviðum og rætt um þau á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Hann þarf að vera góður ræðumaður og koma vel fyrir. Hann þarf jafnframt að vera mjög ákveðinn og geta tekið staðfastlega á erfiðum málum sem upp kunna að koma, ávallt með almannahagsmuni og lýðræði í huga. Forsetinn þarf að vera siðferðilega sterkur prinsippmaður. Með þessa eiginleika í farteskinu og áherslu á að brúa gjá milli þings og þjóðar, beita sér fyrir meirihlutavilja fólksins þá getur hann verið gríðarlegt sameiningarafl fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Ég er mjög hlynnt því að endurskoða stjórnarskrána og bæta hana og ég tel að frumvarpið beri með sér margar mjög góðar breytingar. Til dæmis má nefna breytingar sem færa málskotsréttinn til þjóðarinnar og veita henni aðgang að löggjafarvaldinu með því að leggja fram þingmál eða lagafrumvörp, en mér finnst þó miður að það vald er veikt mjög með því að gefa Alþingi eitt eða tvö ár til að afgreiða slík mál. Eins er ég mjög hlynnt þeirri breytingu að skilgreina auðlindir sem þjóðareign – en þykir orðalag þeirrar greinar örlítið vafasamt þar sem segir „sem ekki eru í einkaeigu". Ég er líka hrifin af því að ráðherrum séu settar skorður með að óheimilt sé að gegna fleiri störfum samtímis, hvort sem er í einkageiranum eða opinbera – en hefði viljað sjá slíkt hið sama fyrir þingmenn. Að banna herskyldu er að auki algerlega í samræmi við það friðsama samfélag sem við viljum búa. Ég tel að þjóðin og stjórnlagaráð sé langt á veg komið í þeirri vegferð að breyta stjórnarskránni, en henni sé ekki lokið. Ég ber virðingu fyrir vinnu stjórnlagaráðs en ég hef haft augu og eyru opin, hlustað á gagnrýniraddir og ég tel að við eigum að sýna Alþingi þá tillitssemi og virðingu að taka frumvarpið til efnislegrar og vandaðrar umræðu. Ég tel ekki tímabært að greiða bindandi atkvæði um það fyrr en farið hefur fram upplýst og efnisleg þjóðfélagsumræða. Stjórnarskrárbreytingar eru mjög stórt mál og þetta er verkefni sem þjóðin mun ráðast í á næstu árum. Þá tel ég mikilvægt að hún hafi manneskju í embætti forseta sem beitir áhrifum sínum til að ná fram þeim breytingum sem vilji fólksins segir til um. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég á von á því að verja mestum tíma mínum hérlendis á næstu árum og ég myndi leggja áherslu á að spara tilkostnað til ferðalaga. Ég myndi auk þess leggja áherslu á tengingu við þróunarlönd og ég myndi verja hluta launa minna til að styrkja verkefni til aukinnar velferðar í slíkum löndum auk þess að styrkja góð málefni hér innanlands. En þegar ég myndi kynna Ísland á erlendri grundu myndi ég leggja áherslu á sérstöðu landsins. Að kynna það með víðtækum hætti með vísan til sögu og menningu. Íslendingasögurnar frá þjóðveldisöld eru heillandi menningararfur leitandi þjóðar. Sjálfstæðisbarátta okkar tiltölulega nýtilkomin og lýðveldið mjög ungt. Kvenfrelsisbarátta í forgrunni á 20. öldinni með tilkomu kosningaréttar kvenna, þátttöku í stjórnmálum og fyrsta kjörna kvenforseta í heimi. Hér er hátt menntunarstig, mikill framtakssamur mannauður og almennt frelsi til athafna. Tungumálið okkar hefur varðveist nánast óbreytt frá örófi alda. Náttúra okkar er einstaklega ósnert og á Íslandi er mesta óbyggða víðernið sem þekkist í Evrópu, sem eru ómetanleg verðmæti á tímum víðtæks ágangs mannsins á náttúrunni. Ég myndi tala fyrir umhverfisvernd og umhverfisvænum atvinnugreinum ásamt hófsamri sjálfbærri orkunýtingu til að sporna við hlýnun jarðar. Jarðfræði landsins er sérstök, sitjandi á flekaskilum, enda hafa eldfjöll landsins verið umtöluð í Evrópu, allt frá því Heklu á miðöldum og fram að Eyjafjallajökli í dag. Þá má ekki gleyma því að við megum vera mjög stolt af því að vera herlaust land. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Málskotsréttinn tel ég að eigi að nota í málefnum sem snerta fullveldi þjóðar, ríka almannahagsmuni og stórar mikilvægar ákvarðanir sem þjóðin vill sjálf segja til um. Málskotsrétturinn er hugsaður til þess að hægt sé að grípa inn í þegar þingið gengur fram þvert gegn vilja þjóðar eða hunsar hann og djúp gjá hefur myndast þar á milli. Við kjósum okkur ekki fulltrúa á þing til þess að hunsa eða valta yfir meirihlutaviljann. Landsbankinn er núna að mestum hluta í eigu ríkisins. Ég myndi telja það réttast að vísa því til þjóðarinnar ef svo rík krafa kæmi frá þjóðinni. Það væri vísbending um að þjóðinni þætti ástæða til að fólkið sjálft hefði lokaorðið um þessa ákvörðun og þar sem eignin er þjóðarinnar þá þætti mér það sjálfsagt mál. Ég hefði talið eðlilegt að vísa mun fleiri málum er vörðuðu sölu á ríkiseignum til einkaaðila í þjóðaratkvæði.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn á að vera almennur talsmaður landsins í víðum skilningi. Hann getur því kynnt atvinnustefnu landsins og helstu atvinnuvegi þótt líklegra verði að teljast að kynningarfulltrúi atvinnuvegaráðuneytis myndi gera það eða einhver kynningarfulltrúi ríkisstjórnar á hverjum tíma. En að mínu mati á hann alls ekki að nota embættið í þeim tilgangi að vera milligöngumaður fyrir einstök fyrirtæki. En þar sem Ísland er lítið land og fámennt í alþjóðlegum samanburði þýðir „íslenskt atvinnulíf" í rauninni fáir stórir aðilar á íslenskum mælikvarða. Það getur verið erfitt að finna eðlilegt jafnvægi á milli þess að kynna atvinnuvegi í víðum skilningi eða ganga erinda einkaaðila, setja þarf skýr mörk hvað það varðar.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Ef lýðræðið virkar eins og það á að gera í raun, þá ætti ríkisstjórn lýðveldisins að tala í takt við meirihlutaviljann og þegar allt er í eðlilegu horfi þá tala fulltrúar ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu sinni, bæði utan ríkis sem innan. Það er þó ekki útilokað að það komi upp mjög óvenjulegar aðstæður og tilvik þar sem ríkisstjórn talar ekki máli meirihlutaviljans eða gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og þá er það skylda forseta að tala fyrir honum. Hlutverk forseta er fyrst og fremst að vera öryggisvörður um lýðræðið og réttindi fólksins í landinu og hann getur þurft að tala fyrir þeim réttindum í neyðartilvikum.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég tel enga þörf fyrir embættið ef ekki á að leggja alla áherslu á að nýta það eins og ætlunin var frá upphafi, að tempra vald þingsins og sjá til þess að þingið vandi störf sín í þágu almannahagsmuna og meirihlutavilja þjóðar. Ég tel það ákaflega dýrmætti og mikilvægt að varðveita hugmyndir þeirra sem tóku upp stjórnarskrána á sínum tíma samhliða sjálfstæðisbaráttu okkar og vörðuðu leiðina til nýsköpunar lýðræðis, eins og Svanur Kristjánsson orðar það í nýlegri grein sinni í Skírni. Íslendingar ákváðu á þeim tíma með ígrunduðum og meðvituðum hætti að veita þinginu ekki alræðisvald eins og tíðkaðist í Evrópu á þeim tímum – heldur þess í stað að tempra vald þess með því að deila því með forseta þegar á reyndi í stórum málum. Þannig var synjunarvaldið sett inn í málskotsréttinn og getur forsetinn veitt þjóðinni aðkomu að stórum ávörðunum, en synjunarvaldið er þjóðarinnar en ekki forsetans. Forsetinn hefur það eiðsvarna skilgreinda hlutverk að standa vörð um lýðræðið og brúa gjá milli þings og þjóðar þegar þess þarf. Eins og er höfum við engin lög sem tryggja fólkinu þessi völd með beinum hætti – það er eingöngu í gegnum forsetaembættið. Ég tel það því gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki eins og stjórnarskrá og lög eru í dag. Ef við hins vegar færum það vald beint til fólksins í nýrri stjórnarskrá – þá verður þörfin fyrir embættið minni í þessum skilningi, en hún verður annars konar. Ég tel jafnvægi milli fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis mjög mikilvægt.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Ég les samfélagið þannig að þegar 90% þjóðarinnar treystir ekki Alþingi þá er lýðræðið og samfélagið hætt komið og á slíkum tímum þarf þjóðin á fulltrúa að halda í embætti forseta sem hefur skýra sýn á skyldur sínar til að standa vörð um lýðræðið og fulltrúa sem er tilbúinn að beita sér þannig að meirihlutavilji fólksins nái fram að ganga. Það er hans hlutverk þegar þingið bregst. Ég tel að Alþingi þurfi á hjálp fólksins að halda til að hægt sé að endurvekja þetta rúna traust. Eina leiðin til þess er að hvetja þingið til að láta verkin tala í þágu stóra meirihlutaviljans. Þess vegna hef ég lagt til ákveðin málefni sem ég vil leggja áherslu á og bið þjóðina að senda skýr skilaboð með algerlega þverpólitískum hætti um að leysa þau mál til að brúa gjána sem myndast hefur milli þings og þjóðar. Þó skal tekið fram að ég tel ekki að forseti eigi að þurfa að beita sér almennt í slíkum málum, heldur einungis þegar þaulreynt er og ljóst er orðið að þinginu tekst ekki að leysa þau. Ég tel að þetta muni leiða til þess að við förum að sjá þingið vanda betur til verka í þágu meirihlutaviljans. Ég vil stíga ákaflega varlega til jarðar með þau völd sem fólkið veitir mér og ætla þess vegna að kalla saman þjóðfund til að ræða stjórnarskrána með beinum hætti við fólkið og móta viðmiðunarreglur fyrir mig í embættinu. Ég vonast til að fólkið í landinu sameinist um að hefja endurreisnarstarfið sem við þurfum á að halda, bæði þjóðþingið, forsetaembættið og heimilin í landinu. Um það getur þjóðin sameinast í þessum kosningum. Við getum ekki sameinast um að brosa bara og horfa til framtíðar og í leiðinni lokað augunum fyrir þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir núna í kjölfar hrunsins. Við þurfum að leysa þau í sameiningu til þess að geta haldið áfram.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Þjóðin varð fyrir gífurlegu áfalli við hrunið, það varð ekki eingöngu efnahagslegt hrun, það varð líka siðferðilegt hrun og fólki varð það ljóst hve mikil spilling ríkir hér. Ég lít svo á að þjóðin sé að ganga í gegnum áveðið tímabil hreinsunar – en betur má ef duga skal, fólkið verður að upplifa einhverja raunverulega hreinsun. Vegna þess að aðalorsakavaldar tjónsins hafa ekki verið látnir axla ábyrgð, ríkir mikið vantraust í garð allra valdastofnana. Þingið er rúið trausti, eftirlitsstofnanir eru rúnar trausti. Ef löggjafar- og framkvæmdavaldið léti verkin tala í þágu heimilanna í landinu tel ég að það yrði til að endurvekja traustið. Ef orsakavaldar tjónsins verða látnir axla ábyrg tel ég að það verði til að endurvekja traustið. Traust og öryggi er það sem þjóðin þarf á að halda núna. En til þess að svo geti orðið þarf að láta verkin tala og við þurfum sjálf að gera kröfu um það.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Mikilvægasta hlutverkið er að standa vörð um lýðræðið og sjá til þess að meirihlutaviljinn nái fram að ganga – það er eina skilgreinda hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og því eiðsvarið hlutverk. Ég er eini frambjóðandinn sem sýni valdinu sem býr í stjórnarskránni þannig auðmýkt að ætla fólkinu sjálfu að móta viðmiðunarreglur fyrir mig í embætti á þjóðfundi. Ég er eini frambjóðandinn sem vil vera sú fyrirmynd að aðskila embættið frá viðskiptalífinu með því að þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum og setja fram skýrar línur um að ég mun ekki gerast talsmaður einstakra fyrirtækja. Þar að auki er ég eini frambjóðandinn sem er tilbúinn til að beita mér fyrir stórum meirihlutamálum sem brenna á þjóðinni Það eru almennar leiðréttingar lána, afnám verðtryggingar, hækkun lágmarkslauna og þjóðaratkvæðagreiðslur til fólksins. Það skal tekið fram að þetta eru áherslumál þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum og fyrir þeim um og yfir 80% vilji fólksins. Ég mun tala fyrir því að bera virðingu fyrir grunnstoð samfélagsins, heimilum landsins. Þar að auki er mikilvægt að treysta og styrkja lýðræðið með breytingum á stjórnarskrá eða lagasetningu sem innibera að tiltekinn hluti kosningabærra manna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál með beinum hætti. Ég lít á það sem skyldu mína að leiða fram þessar breytingar, beita áhrifum mínum til að svo megi verða og ég tel að þær muni verða til þess að brúa hina margumtöluðu gjá. Endurvakið traust, vandaðri vinnubrögð og vilji fólksins eru því mínar megináherslur. Til viðbótar við þetta mun ég að sjálfsögðu vanda mig við að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar með málefnalegum og yfirveguðum hætti til landkynningar í víðum skilningi þess orðs, en ávallt með áherslu á sérstöðu lands og þjóðar. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn getur verið sameiningarafl, en þegar á reynir og forsetinn þarf að taka erfiðar ákvarðanir, eins og allir forsetar lýðveldisins hafa þurft að gera, þá mun alltaf einhver verða ósáttur. Það er óumflýjanlegur hluti af því að taka erfiðar ákvarðanir. En forsetinn getur hæglega haft þá eiginleika að vera fær um að sameina fólkið og tala fyrir því sem sameinar fólk, bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Forsetinn þarf að hafa marga eiginleika og vera fær um að endurspegla gildi sem samfélagið ber virðingu fyrir eins og kærleika, heiðarleika, hugrekki, hófsemi, auðmýkt, réttlæti, jafnrétti, traust, mannréttindi, sjálfbærni og umhverfisvernd í víðtækum skilningi. Hann þarf að hafa djúpstæða umhyggju fyrir landi og þjóð og virðingu fyrir lýðræðinu. Það er að mínu mati kostur að forsetinn sé alþýðlegur í góðri snertingu við þjóðina. Forsetinn þarf að vera fær um að setja sig inn í ólík málefni á mismunandi sviðum og rætt um þau á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Hann þarf að vera góður ræðumaður og koma vel fyrir. Hann þarf jafnframt að vera mjög ákveðinn og geta tekið staðfastlega á erfiðum málum sem upp kunna að koma, ávallt með almannahagsmuni og lýðræði í huga. Forsetinn þarf að vera siðferðilega sterkur prinsippmaður. Með þessa eiginleika í farteskinu og áherslu á að brúa gjá milli þings og þjóðar, beita sér fyrir meirihlutavilja fólksins þá getur hann verið gríðarlegt sameiningarafl fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Ég er mjög hlynnt því að endurskoða stjórnarskrána og bæta hana og ég tel að frumvarpið beri með sér margar mjög góðar breytingar. Til dæmis má nefna breytingar sem færa málskotsréttinn til þjóðarinnar og veita henni aðgang að löggjafarvaldinu með því að leggja fram þingmál eða lagafrumvörp, en mér finnst þó miður að það vald er veikt mjög með því að gefa Alþingi eitt eða tvö ár til að afgreiða slík mál. Eins er ég mjög hlynnt þeirri breytingu að skilgreina auðlindir sem þjóðareign – en þykir orðalag þeirrar greinar örlítið vafasamt þar sem segir „sem ekki eru í einkaeigu". Ég er líka hrifin af því að ráðherrum séu settar skorður með að óheimilt sé að gegna fleiri störfum samtímis, hvort sem er í einkageiranum eða opinbera – en hefði viljað sjá slíkt hið sama fyrir þingmenn. Að banna herskyldu er að auki algerlega í samræmi við það friðsama samfélag sem við viljum búa. Ég tel að þjóðin og stjórnlagaráð sé langt á veg komið í þeirri vegferð að breyta stjórnarskránni, en henni sé ekki lokið. Ég ber virðingu fyrir vinnu stjórnlagaráðs en ég hef haft augu og eyru opin, hlustað á gagnrýniraddir og ég tel að við eigum að sýna Alþingi þá tillitssemi og virðingu að taka frumvarpið til efnislegrar og vandaðrar umræðu. Ég tel ekki tímabært að greiða bindandi atkvæði um það fyrr en farið hefur fram upplýst og efnisleg þjóðfélagsumræða. Stjórnarskrárbreytingar eru mjög stórt mál og þetta er verkefni sem þjóðin mun ráðast í á næstu árum. Þá tel ég mikilvægt að hún hafi manneskju í embætti forseta sem beitir áhrifum sínum til að ná fram þeim breytingum sem vilji fólksins segir til um.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00