Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 16:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira