Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 16:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira