Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2012 19:00 Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira