Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2012 21:46 J'Nathan Bullock hefur slegið í gegn með Grindavík í vetur. Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira