Facebook hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kaupa Instagram, sem er vinsælt app í snjallsímum. Facebook greiðir um 1 milljarð dala, eða 127 milljarða króna, í reiðufé og hlutabréf fyrir viðskiptin. Instagram fór í loftið í október 2010. Það var upphaflega hugsað fyrir iPhone en síðan fyrir Android. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heitir því að Instagram verði þróað áfram þannig að fleiri geti notað það.
