Keflavíkurkonur geta orðið deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld vinni þær Snæfell í Toyota-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15.
Keflavík hefur unnið alla þrettán heimaleiki sína í deildinni í vetur og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að gulltryggja sigur í deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina.
Snæfell er aftur á móti í mikilli baráttu við Hauka og KR um að komast inn í úrslitakeppnina.
Verða Keflavíkurkonur deildarmeistarar í kvöld?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
