Gengið hefur verið frá ákæru á hendur fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í Útey og miðborg Osló.
Í ákæru ríkissaksóknara Noregs er glæpum Breiviks lýst af mikilli nákvæmni og gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi hans.
Farið er fram á að Breivik verði vistaður á réttargeðdeild. Tveir geðlæknar töldu að Breivik væri ósakhæfur en nú er unnið að nýju mati.
Fjölskyldur fórnarlambanna fóru fram á að annað mat yrði gert á geðheilsu Breiviks og fylgjast geðlæknar nú náið með Breivik.
Ákæran tilbúin
