Innlent

Landsdómsmáli fram haldið á morgun - Davíð, Arnór og Björgvin mæta

Geir H. Haarde fyrir Landsdómi í morgun.
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi í morgun. Mynd/GVA
Skýrslugjöf Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, sem staðið hefur yfir í allan dag er nú lokið. Málinu verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið en ekki klukkan níu eins og var í dag.

Gert er ráð fyrir að þrjú vitni verði kölluð til á morgun. Það eru þeir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra viðskipta og bankamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×