KR vann Val í framlengingu - Prosser með 18 stig á síðustu 15 mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 21:04 Erica Prosser og :Þórunn Bjarnadóttir léku vel í kvöld. Mynd/Stefán KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira