Kvennalið Keflavíkur tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið heimsótti Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Keflavík nægði sigur í leiknum og var fjórum stigum yfir í hálfleik. Haukakonur áttu hinsvegar frábæran seinni hálfleik og komust aftur upp í 4. sæti deildarinnar með 16 stiga sigri.
Keflavíkurkonur fá tvö tækifæri til viðbótar til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Snæfelli en Keflavík hefur unnið alla þrettán deildarleiki sína í Toyotahöllinni í Keflavík í vetur.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Keflavíkurkonur þurfa að bíða lengur - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
