30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl kostar 440 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 23:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum. NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum.
NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira