30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl kostar 440 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 23:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum. NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum.
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira