Ungliðar lýsa vantrausti á Ástu JHH skrifar 22. janúar 2012 23:45 Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli. Landsdómur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli.
Landsdómur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira