Vilja vísa frá tillögu um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 12:50 Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður. Landsdómur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður.
Landsdómur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira