Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram - þrettándi sigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2011 20:58 Slavica Dimovska átti flottan leik í kvöld. Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira