Alexander Petersson kjörinn íþróttamaður ársins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. janúar 2011 19:16 Alexander Petersson. Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004. Þetta er í 55. sinn sem kosið er um íþróttamann ársins en það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson varð annar í kjörinu og fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir varð þriðja en það er besti árangur fimleikakonu frá upphafi í kjörinu. Handboltamenn eru áberandi á topp tíu listanum að þessu sinni enda stóð landsliðið sig frábærlega á EM í Austurríki og margir lykilmanna liðsins einnig að gera góða hluti í Evrópuboltanum. Alexander er sjötti handboltamaðurinn á níu árum sem kjörinn er íþróttamaður ársins. Járnmaðurinn Alexander hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum með óeigingjörnum og baráttuglöðum leik sínum. Hann er algjör lykilmaður í landsliðinu og stóð sig líkt og vanalega frábærlega á EM. Hann fékk fá tækifæri framan af ári hjá Flensburg en átti nær undantekningalaust góðan leik er hann fékk tækifæri. Hann söðlaði síðan um í sumar og gekk í raðir Fuchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Berlinarliðið hefur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og komið öllum handboltaspekingum á óvart. Þar hefur Alexander farið mikinn og sýnt svo ekki verður um villst að hann er á meðal þeirra bestu. Alexander er þess utan frábær fyrirmynd. Auðmjúkur í framkomu, harðduglegur atvinnumaður sem lætur verkin tala og hlífir sér hvergi fyrir félaga sína. Innlendar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004. Þetta er í 55. sinn sem kosið er um íþróttamann ársins en það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson varð annar í kjörinu og fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir varð þriðja en það er besti árangur fimleikakonu frá upphafi í kjörinu. Handboltamenn eru áberandi á topp tíu listanum að þessu sinni enda stóð landsliðið sig frábærlega á EM í Austurríki og margir lykilmanna liðsins einnig að gera góða hluti í Evrópuboltanum. Alexander er sjötti handboltamaðurinn á níu árum sem kjörinn er íþróttamaður ársins. Járnmaðurinn Alexander hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum með óeigingjörnum og baráttuglöðum leik sínum. Hann er algjör lykilmaður í landsliðinu og stóð sig líkt og vanalega frábærlega á EM. Hann fékk fá tækifæri framan af ári hjá Flensburg en átti nær undantekningalaust góðan leik er hann fékk tækifæri. Hann söðlaði síðan um í sumar og gekk í raðir Fuchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Berlinarliðið hefur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og komið öllum handboltaspekingum á óvart. Þar hefur Alexander farið mikinn og sýnt svo ekki verður um villst að hann er á meðal þeirra bestu. Alexander er þess utan frábær fyrirmynd. Auðmjúkur í framkomu, harðduglegur atvinnumaður sem lætur verkin tala og hlífir sér hvergi fyrir félaga sína.
Innlendar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira