Að synda í skítköldum sjó 29. desember 2011 06:00 Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-)
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun