Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt Gunnar Stefánsson skrifar 28. desember 2011 06:00 Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun