Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið 27. desember 2011 04:00 Ein meginrökin fyrir því að Þjóðminjasafnið tekur yfir rekstur hússins er sú reynsla sem þar er innandyra við slíkan rekstur. fréttablaðið/gva Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira