Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 07:00 Heimsmethafinn í maraþonhlaupi karla, Patrick Mackau. Nordic Photos / Getty Images Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi." Frjálsar íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira
Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira