Lýsi þeim sem sitja í myrkri Toshiki Toma skrifar 22. desember 2011 06:00 Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun