Á leikskóla 15. desember 2011 06:00 Á leikskólum er unnið öflugt starf til þess að auka samskiptahæfni barna. Þó gerir enginn kröfu um að börn séu alltaf málefnaleg. Þau hafa ekki náð þroska til að skilja að setning eins og „þú ert fitubolla“ er ómálefnaleg á meðan „það er erfitt að framreiða hollan mat fyrir 232 kr. á dag“ telst málefnaleg fullyrðing. Þetta er skýringin á því að leikskólabörn segja „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ til að útkljá deilumál. Þegar tekist er á í borgarstjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræður séu málefnalegar. Yfirlýsingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokkurn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagnrýni á störf þeirra. Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameiningum leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarútgjöldum leikskóla. Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíkingar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt málstaðurinn sé flókinn eða illverjanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Á leikskólum er unnið öflugt starf til þess að auka samskiptahæfni barna. Þó gerir enginn kröfu um að börn séu alltaf málefnaleg. Þau hafa ekki náð þroska til að skilja að setning eins og „þú ert fitubolla“ er ómálefnaleg á meðan „það er erfitt að framreiða hollan mat fyrir 232 kr. á dag“ telst málefnaleg fullyrðing. Þetta er skýringin á því að leikskólabörn segja „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“ til að útkljá deilumál. Þegar tekist er á í borgarstjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræður séu málefnalegar. Yfirlýsingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokkurn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagnrýni á störf þeirra. Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameiningum leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarútgjöldum leikskóla. Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíkingar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt málstaðurinn sé flókinn eða illverjanlegur.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar