Úlpan í bílskúrnum Úrsúla Junemann skrifar 15. desember 2011 06:00 Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun