Breytingar í Bláfjöllum 15. desember 2011 06:00 Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun