Ábyrgð fyrirtækja 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun