Um búðir og umbúðir 2. desember 2011 06:00 Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar