Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju 2. desember 2011 06:00 Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar