Efasemdir um Vaðlaheiðargöng 1. desember 2011 06:00 Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjármagna Dýrafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjármögnuð með sölu ríkiseigna. Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerðinni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þingmenn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda. Brýnustu vegaframkvæmdirnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og veggöng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshérað á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarðganga má ekki snúast upp í illvíga hreppapólitík og kjördæmapot á landsbyggðinni. Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá tryggingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur ganganna geti staðið undir endurgreiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skellinn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stórauknum álögum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppilegra að hefja fyrst framkvæmdir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaflega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum. Óvissa um arðsemi Vaðlaheiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitunum austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggjum sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hvalfjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng verði 9.000 ökutæki á dag. Öll rök mæla með því að óhjákvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viðurkennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjármagna Dýrafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjármögnuð með sölu ríkiseigna. Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerðinni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þingmenn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda. Brýnustu vegaframkvæmdirnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og veggöng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshérað á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarðganga má ekki snúast upp í illvíga hreppapólitík og kjördæmapot á landsbyggðinni. Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá tryggingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur ganganna geti staðið undir endurgreiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skellinn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stórauknum álögum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppilegra að hefja fyrst framkvæmdir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaflega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum. Óvissa um arðsemi Vaðlaheiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitunum austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggjum sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hvalfjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng verði 9.000 ökutæki á dag. Öll rök mæla með því að óhjákvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viðurkennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun