Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt?
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun