Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar