Friðarreglan: særið engan Gunnar Hersveinn skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum. Saga ofbeldis er saga kúgunar, ofstækis og ofríkis þeirra sem vilja græða, öðlast völd, eignast land, drottna. Þetta er skelfileg saga sem greint er frá í smáatriðum í sögubókum, saga sem of oft verður hetjusaga í túlkun söguritara. Þetta er saga sem á sér fyrirmyndir í goðsögnum og stríðshetjum líkt í grískri og norrænni goðafræði. Svo stríðsglöðum goðum að þær lögðu jafnvel andstæðingum sínum lið eða egndu saman vinum. Það þekkjum við einnig úr sögu nútímavopnasölu og stríðsstuðningi stórvelda við geðsjúka einræðisherra. Hvað sem þeir heita allir þessir ofbeldisfullu leiðtogar þjóða og hryðjuverkasamtaka allra tíma: hættum að minnast þeirra. Til er annar hópur kvenna og karla sem fátt er um skrifað þrátt fyrir þrekvirki þeirra og mannraunir til að koma í veg fyrir ofbeldi, stríð, kúgun og dauða og með því að skapa frið. Hverjar eru útlínur friðarins?Til er regla sem kalla má meginreglu í mannlegum samskiptum. Reglan lætur lítið yfir sér. Hún er hljóðlát, ekki áköf eða frek. Hún hrópar ekki á torgum undir lúðrablæstri, stærir sig ekki, krefst ekki fylgis og refsar ekki en hefur kraft til að láta hönd hefndar og ofbeldis síga. Nafn hennar er friðarreglan og hún hljómar svona: særið engan. Hún fer ekki í manngreinarálit, hún gildir óháð stétt, búsetu, stöðu, kyni, uppruna og öðru sem sett er fram til aðskilnaðar. Hún er grunnregla mannréttinda. Hún bindur ekki, hún skerðir ekki frelsi, hún kveður aðeins á um ein mörk. Hún segir ekki hvað fólk á að gera, heldur aðeins hvað það megi ekki gera. Hún setur ein mörk, eitt bann. Hún er sagnarandinn í brjóstinu sem hvetur fólk aldrei til eins eða neins heldur letur það og varar við: ekki gera þetta, hvað sem á dynur, ekki slá, ekki berja, ekki hóta, ekki drepa. Reglan er svo djúp og forn að hún er handan siðfræði og lögfræði. Hún er grunnstoð án undantekninga. Hún er friðurinn, jafnt friðurinn á heimilinu sem heimsfriðurinn í hjartanu. Siðfræðingur getur fundið undantekningu á friðarreglunni í formi sjálfsvarnar og dómari gilda réttlætingu fyrir broti á reglunni – reglan sjálf verður þó ekki numin úr gildi. Verkefnið er að læra regluna og kenna hana, ekki að vopnbúast heldur friðvæðast. Réttlætið fylgir aldrei ofbeldi og kúgun. Í grískri goðsögn er friðurinn gyðja sem á tvær systur: gyðju réttlætis og gyðju viturlegra laga – og segir fátt af þeim enda hófstilltar og í þeim brennur hvorki heift og reiði. Þar sem þær fara um eru blómlegir akrar en ekki sviðin jörð. Særið engan er friðarreglan. Tákn hennar er ekki hávaxin gyðja og herðabreið með skjöld og sverð á lofti. Ekki nakin fegurðardís sem rís upp úr skel, ekki móðirin með ungbarnið. Tákn hennar er konan sjálf án allra hlutverka – hið kvenlæga. Hún skilgreinist ekki af stríði og hún merkir ekki stríðslaust ástand eða vopnahlé eins og flestallir heimsleiðtogar virðast telja. Ef reglunni er fylgt þróast friðarmenning. Reglan er mild og þekkist á því að sá sem virðir hana vinnur lífinu ekki mein, heldur skapar ró og næði, öryggi. Slíkur friður er sprottinn af kærleika og gleði og er meira en óljós tilfinning. Föruneyti hennar vinnur ævinlega með lífinu og aldrei gegn því. Dyggðir friðarreglunnarTákn friðarreglunnar getur einnig verið regnbogi, dúfa, blóm, hringur eða silfur því hún er stundum kölluð silfurreglan í mannlegum samskiptum. Gyllta reglan kveður á um frumkvæði til að gera öðrum gott en silfurreglan er um mörk friðsemdar og ofbeldis: ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér. Friðarreglan er jafnframt kjarni frelsisreglunnar víðkunnu um að setja einstaklingum einungis þau mörk: að valda ekki öðrum tjóni. Það krefst hugrekkis að velja regluna um friðinn: að nema staðar og hlusta á innri rödd mannshjartans, röddina sem velur lífið. Friðarreglan er friðarsúlan, ekki aðeins í Viðey heldur á öllum eyjum, heimsálfum og landamærum. Hún sendir hljóðlát skilaboð út um allan heim, hvar sem ógnarhönd ætlar að reiða til höggs, hvar sem kúgun á sér stað. Hún er skilyrðislaus beiðni um líf án ofbeldis. Hljóðlaust ljós sem flæðir um loftin. Þær dyggðir sem þarf að efla til að friðarreglan verði okkur töm eru virðing, hófsemi og kærleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum. Saga ofbeldis er saga kúgunar, ofstækis og ofríkis þeirra sem vilja græða, öðlast völd, eignast land, drottna. Þetta er skelfileg saga sem greint er frá í smáatriðum í sögubókum, saga sem of oft verður hetjusaga í túlkun söguritara. Þetta er saga sem á sér fyrirmyndir í goðsögnum og stríðshetjum líkt í grískri og norrænni goðafræði. Svo stríðsglöðum goðum að þær lögðu jafnvel andstæðingum sínum lið eða egndu saman vinum. Það þekkjum við einnig úr sögu nútímavopnasölu og stríðsstuðningi stórvelda við geðsjúka einræðisherra. Hvað sem þeir heita allir þessir ofbeldisfullu leiðtogar þjóða og hryðjuverkasamtaka allra tíma: hættum að minnast þeirra. Til er annar hópur kvenna og karla sem fátt er um skrifað þrátt fyrir þrekvirki þeirra og mannraunir til að koma í veg fyrir ofbeldi, stríð, kúgun og dauða og með því að skapa frið. Hverjar eru útlínur friðarins?Til er regla sem kalla má meginreglu í mannlegum samskiptum. Reglan lætur lítið yfir sér. Hún er hljóðlát, ekki áköf eða frek. Hún hrópar ekki á torgum undir lúðrablæstri, stærir sig ekki, krefst ekki fylgis og refsar ekki en hefur kraft til að láta hönd hefndar og ofbeldis síga. Nafn hennar er friðarreglan og hún hljómar svona: særið engan. Hún fer ekki í manngreinarálit, hún gildir óháð stétt, búsetu, stöðu, kyni, uppruna og öðru sem sett er fram til aðskilnaðar. Hún er grunnregla mannréttinda. Hún bindur ekki, hún skerðir ekki frelsi, hún kveður aðeins á um ein mörk. Hún segir ekki hvað fólk á að gera, heldur aðeins hvað það megi ekki gera. Hún setur ein mörk, eitt bann. Hún er sagnarandinn í brjóstinu sem hvetur fólk aldrei til eins eða neins heldur letur það og varar við: ekki gera þetta, hvað sem á dynur, ekki slá, ekki berja, ekki hóta, ekki drepa. Reglan er svo djúp og forn að hún er handan siðfræði og lögfræði. Hún er grunnstoð án undantekninga. Hún er friðurinn, jafnt friðurinn á heimilinu sem heimsfriðurinn í hjartanu. Siðfræðingur getur fundið undantekningu á friðarreglunni í formi sjálfsvarnar og dómari gilda réttlætingu fyrir broti á reglunni – reglan sjálf verður þó ekki numin úr gildi. Verkefnið er að læra regluna og kenna hana, ekki að vopnbúast heldur friðvæðast. Réttlætið fylgir aldrei ofbeldi og kúgun. Í grískri goðsögn er friðurinn gyðja sem á tvær systur: gyðju réttlætis og gyðju viturlegra laga – og segir fátt af þeim enda hófstilltar og í þeim brennur hvorki heift og reiði. Þar sem þær fara um eru blómlegir akrar en ekki sviðin jörð. Særið engan er friðarreglan. Tákn hennar er ekki hávaxin gyðja og herðabreið með skjöld og sverð á lofti. Ekki nakin fegurðardís sem rís upp úr skel, ekki móðirin með ungbarnið. Tákn hennar er konan sjálf án allra hlutverka – hið kvenlæga. Hún skilgreinist ekki af stríði og hún merkir ekki stríðslaust ástand eða vopnahlé eins og flestallir heimsleiðtogar virðast telja. Ef reglunni er fylgt þróast friðarmenning. Reglan er mild og þekkist á því að sá sem virðir hana vinnur lífinu ekki mein, heldur skapar ró og næði, öryggi. Slíkur friður er sprottinn af kærleika og gleði og er meira en óljós tilfinning. Föruneyti hennar vinnur ævinlega með lífinu og aldrei gegn því. Dyggðir friðarreglunnarTákn friðarreglunnar getur einnig verið regnbogi, dúfa, blóm, hringur eða silfur því hún er stundum kölluð silfurreglan í mannlegum samskiptum. Gyllta reglan kveður á um frumkvæði til að gera öðrum gott en silfurreglan er um mörk friðsemdar og ofbeldis: ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér. Friðarreglan er jafnframt kjarni frelsisreglunnar víðkunnu um að setja einstaklingum einungis þau mörk: að valda ekki öðrum tjóni. Það krefst hugrekkis að velja regluna um friðinn: að nema staðar og hlusta á innri rödd mannshjartans, röddina sem velur lífið. Friðarreglan er friðarsúlan, ekki aðeins í Viðey heldur á öllum eyjum, heimsálfum og landamærum. Hún sendir hljóðlát skilaboð út um allan heim, hvar sem ógnarhönd ætlar að reiða til höggs, hvar sem kúgun á sér stað. Hún er skilyrðislaus beiðni um líf án ofbeldis. Hljóðlaust ljós sem flæðir um loftin. Þær dyggðir sem þarf að efla til að friðarreglan verði okkur töm eru virðing, hófsemi og kærleikur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun