Steingrímur, viltu finna milljarð? 9. nóvember 2011 06:00 Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar