Verum vinir Eðvald Einar Stefánsson skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar