Heilindi og gagnsæi gefa norrænu samstarfi byr í seglin 29. október 2011 06:00 Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun