Orkunýting og búmennska 29. október 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun