Samvinna 29. október 2011 06:00 Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar