Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Helga Bragadóttir skrifar 29. október 2011 06:00 Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar