Réttur barna til vímulauss uppeldis 28. október 2011 06:00 Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun