Eygló og óvinurinn Ingimundur Gíslason skrifar 27. október 2011 06:00 Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl?
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar