Bældar minningar á brauðfótum? 27. október 2011 06:00 Í bókinni „Ekki líta undan“ þar sem Elín Hirst segir sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur Skúlasonar biskups er minnst á sjálfshjálparbók fyrir þolendur kynferðisofbeldis, sem út kom í Bandaríkjunum fyrir nær aldarfjórðungi. Sú heitir „The Courage to Heal“ og hefur verið æði umdeild, svo ekki sé meira sagt. Guðrún Ebba talar um þessa bók í minningum sínum og segir hana hafa verið sér sem uppljómun og eins og skrifaða fyrir sig. Jafnframt lýsir hún því hvernig bókin gaf henni aukna trú á sjálfa sig og kveðst hafa lesið suma kaflana aftur og aftur. (bls. 175) Um þessa sjálfshjálparbók hafa fjölmargir fræðimenn fjallað og verður ekki betur séð en það sé samdóma álit þeirra, að þarna sé á ferðinni mjög varhugavert rit og þá einkum vegna þess með hvaða hætti fjallað er um bældar minningar. Bókin hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa valdið ómældum skaða í lífi einstaklinga og fjölskyldna. Í Ástralíu hefur t.d. verið á það bent, að tengja megi bókina við nærri helming allra mála þar sem fram hafa komið rangar sakargiftir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá hefur bandaríski geðlæknirinn og prófessorinn Paul R. McHugh við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum lýst henni sem „biblíu vankunnandi þerapista.“ Í þessu sambandi má svo nefna, að þær Ellen Bass og Laura Davis, sem eru höfundar bókarinnar, eru hvorugar menntaðar á sviði sálfræði eða lækninga og hefur þeim satt að segja gengið brösuglega að verja framsetningu sína og forsendur. Það hlýtur að vekja spurningar með öllum þeim sem lesa um minningar Guðrúnar Ebbu hvernig hægt sé að gleyma áratugslangri kynferðismisnotkun og ofbeldi jafn rækilega og hún segist hafa gert. Er í rauninni óskiljanlegt að hún hafi komist hjá að minnast slíkrar reynslu allt til ársins 2003, en þá hafði meint kynferðisáreiti föður hennar gagnvart öðrum konum þegar verið í sviðsljósi fjölmiðla frá árinu 1996. Að auki má svo spyrja hvort minningar um misnotkun á æsku- og unglingsárum hefðu ekki átt að brjóta sér leið fram í vitundina árið 1999 þegar faðir hennar á að hafa misnotað hana 43 ára gamla úti í Winnipeg. Þessum athugasemdum kynnu einhverjir að svara sem svo, að svona séu þessi mál og varnarhættir manneskjunnar stundum með þeim hætti að best sé að bæla allar minningar til að komast af. En hvað segja fræðimenn um bældar minningar? Eins og við má búast eru skoðanir skiptar í þeim hópi. Þó virðast þær raddir orðnar áberandi í fræðaumræðunni, að fátt sé til sem verðskuldi heitið bældar minningar og vandamálið hið gagnstæða: fólk muni of vel eftir áföllum og upplifi aftur og aftur þá skelfilegu atburði, sem þeim búa að baki. Er það t.d. mat prófessorsins Richards McNally við Harvard að kenningin um bældar minningar sé einhver sú skaðlegasta sem fram hafi komið innan sálarfræði og geðlækninga. Hann fer ekki heldur dult með þá skoðun sína að fákunnandi fagfólk geti auðveldlega komið inn fölskum minningum hjá skjólstæðingum sínum. Í sama streng tekur Richard Ofshe, prófessor í Berkeley, en hann hefur talað um gervivísindi og skottulækningar þegar bældar minningar koma við sögu. Einnig hefur bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Pendergrast, sem skrifað hefur ítarlega um efnið, bent á að þrátt fyrir rækilega athugun hafi sér ekki tekist að finna nein sannfærandi tilfelli sem styðji það viðhorf að hægt sé að verða fyrir áralangri alvarlegri kynferðismisnotkun og láta minningar þar um falla í gleymskunnar dá. Það hefur komið fram í viðtali við dr. Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðing að hún þekki til vinnubragða sálfræðings Guðrúnar Ebbu og gefur hún þeim þá einkunn, að „þau séu bæði fagleg og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í svona málum“. Við lestur bókarinnar Ekki líta undan er hins vegar auðvelt að draga þá ályktun að hugmyndir um bældar minningar hafi þar verið lagðar til grundvallar. Virðist Guðrún Ebba t.d. ekki hafa verið lengi í viðtölum þegar sálfræðingurinn segir að sér finnist hún „bera svo augljós merki þess, að hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli“. Því neitar Guðrún Ebba alfarið, en með áframhaldandi meðferð fara „minningarnar” að streyma fram. Sálfræðingnum er verulega brugðið en lætur það samt ekki slá sig út af laginu, því hann „vissi hvað þarna var á ferðinni“. (bls. 153-154) Eftir að hafa sem leikmaður kynnt mér umræðuna um bældar og falskar minningar, sem og reynslusögur margra sem telja sig hafa orðið fórnarlamb þessarar umdeildu hugmyndafræði, er erfitt að verjast þeirri hugsun að Guðrún Ebba sé eitt fórnarlambið í viðbót. JPV-útgáfan sér ástæðu til að birta ítarefni um kynferðisofbeldi í lok bókarinnar – og er það vel. Með réttu hefði þó einnig mátt fjalla þar um falskar minningar, sem og brauðfæturna sem þær bældu virðast standa á, því hér er um að ræða umdeilt og vandmeðfarið málefni sem fjalla þarf um af yfirvegun og þekkingu. Væri ekki úr vegi að háskóla- og fræðasamfélagið á Íslandi fjallaði um það opinberlega, svo reisa mætti rönd við röngum sakargiftum í þessum efnum, sem og þeim sársauka sem þeim óhjákvæmilega fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í bókinni „Ekki líta undan“ þar sem Elín Hirst segir sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur Skúlasonar biskups er minnst á sjálfshjálparbók fyrir þolendur kynferðisofbeldis, sem út kom í Bandaríkjunum fyrir nær aldarfjórðungi. Sú heitir „The Courage to Heal“ og hefur verið æði umdeild, svo ekki sé meira sagt. Guðrún Ebba talar um þessa bók í minningum sínum og segir hana hafa verið sér sem uppljómun og eins og skrifaða fyrir sig. Jafnframt lýsir hún því hvernig bókin gaf henni aukna trú á sjálfa sig og kveðst hafa lesið suma kaflana aftur og aftur. (bls. 175) Um þessa sjálfshjálparbók hafa fjölmargir fræðimenn fjallað og verður ekki betur séð en það sé samdóma álit þeirra, að þarna sé á ferðinni mjög varhugavert rit og þá einkum vegna þess með hvaða hætti fjallað er um bældar minningar. Bókin hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa valdið ómældum skaða í lífi einstaklinga og fjölskyldna. Í Ástralíu hefur t.d. verið á það bent, að tengja megi bókina við nærri helming allra mála þar sem fram hafa komið rangar sakargiftir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá hefur bandaríski geðlæknirinn og prófessorinn Paul R. McHugh við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum lýst henni sem „biblíu vankunnandi þerapista.“ Í þessu sambandi má svo nefna, að þær Ellen Bass og Laura Davis, sem eru höfundar bókarinnar, eru hvorugar menntaðar á sviði sálfræði eða lækninga og hefur þeim satt að segja gengið brösuglega að verja framsetningu sína og forsendur. Það hlýtur að vekja spurningar með öllum þeim sem lesa um minningar Guðrúnar Ebbu hvernig hægt sé að gleyma áratugslangri kynferðismisnotkun og ofbeldi jafn rækilega og hún segist hafa gert. Er í rauninni óskiljanlegt að hún hafi komist hjá að minnast slíkrar reynslu allt til ársins 2003, en þá hafði meint kynferðisáreiti föður hennar gagnvart öðrum konum þegar verið í sviðsljósi fjölmiðla frá árinu 1996. Að auki má svo spyrja hvort minningar um misnotkun á æsku- og unglingsárum hefðu ekki átt að brjóta sér leið fram í vitundina árið 1999 þegar faðir hennar á að hafa misnotað hana 43 ára gamla úti í Winnipeg. Þessum athugasemdum kynnu einhverjir að svara sem svo, að svona séu þessi mál og varnarhættir manneskjunnar stundum með þeim hætti að best sé að bæla allar minningar til að komast af. En hvað segja fræðimenn um bældar minningar? Eins og við má búast eru skoðanir skiptar í þeim hópi. Þó virðast þær raddir orðnar áberandi í fræðaumræðunni, að fátt sé til sem verðskuldi heitið bældar minningar og vandamálið hið gagnstæða: fólk muni of vel eftir áföllum og upplifi aftur og aftur þá skelfilegu atburði, sem þeim búa að baki. Er það t.d. mat prófessorsins Richards McNally við Harvard að kenningin um bældar minningar sé einhver sú skaðlegasta sem fram hafi komið innan sálarfræði og geðlækninga. Hann fer ekki heldur dult með þá skoðun sína að fákunnandi fagfólk geti auðveldlega komið inn fölskum minningum hjá skjólstæðingum sínum. Í sama streng tekur Richard Ofshe, prófessor í Berkeley, en hann hefur talað um gervivísindi og skottulækningar þegar bældar minningar koma við sögu. Einnig hefur bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Pendergrast, sem skrifað hefur ítarlega um efnið, bent á að þrátt fyrir rækilega athugun hafi sér ekki tekist að finna nein sannfærandi tilfelli sem styðji það viðhorf að hægt sé að verða fyrir áralangri alvarlegri kynferðismisnotkun og láta minningar þar um falla í gleymskunnar dá. Það hefur komið fram í viðtali við dr. Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðing að hún þekki til vinnubragða sálfræðings Guðrúnar Ebbu og gefur hún þeim þá einkunn, að „þau séu bæði fagleg og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í svona málum“. Við lestur bókarinnar Ekki líta undan er hins vegar auðvelt að draga þá ályktun að hugmyndir um bældar minningar hafi þar verið lagðar til grundvallar. Virðist Guðrún Ebba t.d. ekki hafa verið lengi í viðtölum þegar sálfræðingurinn segir að sér finnist hún „bera svo augljós merki þess, að hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli“. Því neitar Guðrún Ebba alfarið, en með áframhaldandi meðferð fara „minningarnar” að streyma fram. Sálfræðingnum er verulega brugðið en lætur það samt ekki slá sig út af laginu, því hann „vissi hvað þarna var á ferðinni“. (bls. 153-154) Eftir að hafa sem leikmaður kynnt mér umræðuna um bældar og falskar minningar, sem og reynslusögur margra sem telja sig hafa orðið fórnarlamb þessarar umdeildu hugmyndafræði, er erfitt að verjast þeirri hugsun að Guðrún Ebba sé eitt fórnarlambið í viðbót. JPV-útgáfan sér ástæðu til að birta ítarefni um kynferðisofbeldi í lok bókarinnar – og er það vel. Með réttu hefði þó einnig mátt fjalla þar um falskar minningar, sem og brauðfæturna sem þær bældu virðast standa á, því hér er um að ræða umdeilt og vandmeðfarið málefni sem fjalla þarf um af yfirvegun og þekkingu. Væri ekki úr vegi að háskóla- og fræðasamfélagið á Íslandi fjallaði um það opinberlega, svo reisa mætti rönd við röngum sakargiftum í þessum efnum, sem og þeim sársauka sem þeim óhjákvæmilega fylgir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun