Vaknið nátttröll 26. október 2011 06:00 Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar