Erfðabreytt matvæli og kanadísku mæðurnar 25. október 2011 06:00 Í grein sem Fbl. birti 7. okt. sl. lagði ég áherslu á nauðsyn þess að merkja erfðabreytt matvæli. Ég vísaði í kanadíska rannsókn sem enn eina vísbendingu um að erfðabreytt matvæli kunni að valda fólki heilsutjóni. Þann 20. okt. svarar Jón Hallsson dósent grein minni, reynir að varpa rýrð á kanadísku rannsóknina og umfjöllun mína um hana, og sakar mig um „hræðsluáróður“. Jafnan má deila um orðalag í túlkun rannsókna en mig undrar að kjarni rannsóknarinnar skuli reynast háskólakennara svo léttvægur sem grein hans ber vott um. Kanadíska rannsóknin sem ég vísaði í fann Bt-eitur í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þótt rannsóknin sjálf kannaði ekki uppruna eitursins var niðurstaða þeirra sem gerðu hana sú að það hlyti að hafa borist úr erfðabreyttum matvælum. Konurnar sem þátt tóku í rannsókninni neyttu venjulegs kanadísks matar sem að drjúgum hluta inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli, ekki síst úr erfðabreyttum Bt-maís. Rannsóknin er einkar mikilvæg fyrir þá sök að þetta eitur fannst í blóðinu. Líftækniiðnaðurinn hefur lengi haldið því fram að erfðabreytt matvæli og fóður ógni ekki heilsu manna og búfjár þar sem meltingarkerfi spendýra sundri öllu DNA úr slíkum afurðum. Margar rannsóknir hafa afsannað þetta: DNA úr erfðabreyttum mat og fóðri eyðist ekki við meltingu og getur borist í meltingarörverur og þaðan í blóðið. Þetta hefur verið nefnt flöt genatilfærsla (horizontal gene transfer). Hafi Bt-eitrið í blóði kanadísku kvennanna borist úr erfðabreyttum matvælum – eins og höfundar rannsóknarinnar telja – er rannsóknin staðfesting þess að slík flöt genatilfærsla á sér stað í þeim sem neyta erfðabreyttra matvæla. Hið sama kom fram í rannsókn Newcastle háskóla (ritrýnd 2004) þar sem DNA úr erfðabreyttu soja fannst í meltingarörverum þriggja af sjö þátttakendum sem neyttu erfðabreyttrar sojamáltíðar. Jón Hallsson telur að ekki hafi verið sýnt fram á að Bt-eitur sem fannst í blóði kanadísku kvennanna sé skaðlegt spendýrum. Hann mætti gjarnan kynna sér þrjár rannsóknir sem Vazquez o.fl. gerðu um aldamótin og sýndu að náttúrulegt Bt-eitur framkallaði sterk ónæmisviðbrögð í músum sem aftur olli auknum ónæmisviðbrögðum músanna við öðrum efnum. Þetta gefur vísbendingar um að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmisviðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum. Á undanförnum árum hafa a.m.k. 14 ritrýndar rannsóknir sýnt fram á að mörg helstu líffæri tilraunadýra – músa, rottna, kanína og hamstra – urðu fyrir alvarlegu tjóni eftir að þau voru fóðruð á erfðabreyttum afurðum, í nokkrum tilvikum Bt-maís. Áhrif á þróaðri spendýr hafa einnig verið könnuð. Rannsókn Trabalza-Marinucci o.fl. (2008) leiddi í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra. Rannsókn Duggan o.fl. (2003) á sauðfé sýndi fram á að erfðabreytt DNA úr Bt-maís þoldi meltingarvökva og gat þrátt fyrir meltingu gert meltingarörverur ónæmar (superbugs) fyrir sýklalyfjum. Bt (Bacillus thuringiensis) er jarðvegsbaktería sem notuð er í landbúnaði til að eyða skordýrum. Reglur um lífræna ræktun heimila aðeins notkun náttúrulegra varnarefna og ef brýn nauðsyn ber til. Bt er því sjaldan notað í lífrænni ræktun en mikið í hefðbundnum landbúnaði og stundum ítrekað á sömu plönturnar. Bt sem úðað er á plöntur leysist upp með veðri og brotnar niður við sólarljós sem dregur úr magni eiturs sem eftir verður á uppskerunni. Eins og opinberlega er ráðlagt má hreinsa það af grænmeti og ávöxtum með vatni eða flysjun. Bt er hins vegar notað í erfðabreyttum plöntum með allt öðrum hætti. Maís er t.d. erfðabreytt þannig að Bt-eitrið er í plöntunni sjálfri; geni er splæst í maísplöntuna svo að eitrið er sífellt til staðar í allri plöntunni. Það tryggir að hvar og hvenær sem skordýr ráðast á plöntuna innbyrði þau eitrið og drepist. Þetta kann að gagnast bændum (þar til skordýrin mynda ónæmi fyrir eitrinu og breytast í ofurskordýr) en það er vandamál fyrir neytendur. Ef við neytum matvæla sem innihalda Bt-maís er óumflýjanlegt að við innbyrðum Bt-eitrið. Bt-maís er ræktaður í miklum mæli í N-Ameríku til vinnslu á vinsælum matvælum, s.s. morgunkorni (kornflexi), brauði, kexi, mjöli, mexíkönskum vörum (tortillas, tacochips), o.fl. Olíur úr Bt-maís er að finna í aragrúa matvæla, t.d. í tómat-, chili- og grillsósum. Meirihluti unninna bandarískra matvæla, þ.m.t. frystir réttir, tilbúnar pitsur o.fl., innihalda efni úr Bt-maís. Sömu matvælin og konurnar í kanadísku rannsókninni neyttu eru flutt inn til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada og er að finna í flestum íslenskum stórmörkuðum – án merkinga sem tilgreina að þau innihaldi erfðabreytt efni. Stöðugt bætist í safn vísindarannsókna sem gefa vísbendingar um heilsufarstjón sem neysla erfðabreyttra matvæla kann að valda. Stjórnvöldum þessa lands ber skylda til að vernda okkur gegn mögulegri heilsufarsáhættu með því að innleiða – án frekari tafa – reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem Fbl. birti 7. okt. sl. lagði ég áherslu á nauðsyn þess að merkja erfðabreytt matvæli. Ég vísaði í kanadíska rannsókn sem enn eina vísbendingu um að erfðabreytt matvæli kunni að valda fólki heilsutjóni. Þann 20. okt. svarar Jón Hallsson dósent grein minni, reynir að varpa rýrð á kanadísku rannsóknina og umfjöllun mína um hana, og sakar mig um „hræðsluáróður“. Jafnan má deila um orðalag í túlkun rannsókna en mig undrar að kjarni rannsóknarinnar skuli reynast háskólakennara svo léttvægur sem grein hans ber vott um. Kanadíska rannsóknin sem ég vísaði í fann Bt-eitur í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þótt rannsóknin sjálf kannaði ekki uppruna eitursins var niðurstaða þeirra sem gerðu hana sú að það hlyti að hafa borist úr erfðabreyttum matvælum. Konurnar sem þátt tóku í rannsókninni neyttu venjulegs kanadísks matar sem að drjúgum hluta inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli, ekki síst úr erfðabreyttum Bt-maís. Rannsóknin er einkar mikilvæg fyrir þá sök að þetta eitur fannst í blóðinu. Líftækniiðnaðurinn hefur lengi haldið því fram að erfðabreytt matvæli og fóður ógni ekki heilsu manna og búfjár þar sem meltingarkerfi spendýra sundri öllu DNA úr slíkum afurðum. Margar rannsóknir hafa afsannað þetta: DNA úr erfðabreyttum mat og fóðri eyðist ekki við meltingu og getur borist í meltingarörverur og þaðan í blóðið. Þetta hefur verið nefnt flöt genatilfærsla (horizontal gene transfer). Hafi Bt-eitrið í blóði kanadísku kvennanna borist úr erfðabreyttum matvælum – eins og höfundar rannsóknarinnar telja – er rannsóknin staðfesting þess að slík flöt genatilfærsla á sér stað í þeim sem neyta erfðabreyttra matvæla. Hið sama kom fram í rannsókn Newcastle háskóla (ritrýnd 2004) þar sem DNA úr erfðabreyttu soja fannst í meltingarörverum þriggja af sjö þátttakendum sem neyttu erfðabreyttrar sojamáltíðar. Jón Hallsson telur að ekki hafi verið sýnt fram á að Bt-eitur sem fannst í blóði kanadísku kvennanna sé skaðlegt spendýrum. Hann mætti gjarnan kynna sér þrjár rannsóknir sem Vazquez o.fl. gerðu um aldamótin og sýndu að náttúrulegt Bt-eitur framkallaði sterk ónæmisviðbrögð í músum sem aftur olli auknum ónæmisviðbrögðum músanna við öðrum efnum. Þetta gefur vísbendingar um að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmisviðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum. Á undanförnum árum hafa a.m.k. 14 ritrýndar rannsóknir sýnt fram á að mörg helstu líffæri tilraunadýra – músa, rottna, kanína og hamstra – urðu fyrir alvarlegu tjóni eftir að þau voru fóðruð á erfðabreyttum afurðum, í nokkrum tilvikum Bt-maís. Áhrif á þróaðri spendýr hafa einnig verið könnuð. Rannsókn Trabalza-Marinucci o.fl. (2008) leiddi í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra. Rannsókn Duggan o.fl. (2003) á sauðfé sýndi fram á að erfðabreytt DNA úr Bt-maís þoldi meltingarvökva og gat þrátt fyrir meltingu gert meltingarörverur ónæmar (superbugs) fyrir sýklalyfjum. Bt (Bacillus thuringiensis) er jarðvegsbaktería sem notuð er í landbúnaði til að eyða skordýrum. Reglur um lífræna ræktun heimila aðeins notkun náttúrulegra varnarefna og ef brýn nauðsyn ber til. Bt er því sjaldan notað í lífrænni ræktun en mikið í hefðbundnum landbúnaði og stundum ítrekað á sömu plönturnar. Bt sem úðað er á plöntur leysist upp með veðri og brotnar niður við sólarljós sem dregur úr magni eiturs sem eftir verður á uppskerunni. Eins og opinberlega er ráðlagt má hreinsa það af grænmeti og ávöxtum með vatni eða flysjun. Bt er hins vegar notað í erfðabreyttum plöntum með allt öðrum hætti. Maís er t.d. erfðabreytt þannig að Bt-eitrið er í plöntunni sjálfri; geni er splæst í maísplöntuna svo að eitrið er sífellt til staðar í allri plöntunni. Það tryggir að hvar og hvenær sem skordýr ráðast á plöntuna innbyrði þau eitrið og drepist. Þetta kann að gagnast bændum (þar til skordýrin mynda ónæmi fyrir eitrinu og breytast í ofurskordýr) en það er vandamál fyrir neytendur. Ef við neytum matvæla sem innihalda Bt-maís er óumflýjanlegt að við innbyrðum Bt-eitrið. Bt-maís er ræktaður í miklum mæli í N-Ameríku til vinnslu á vinsælum matvælum, s.s. morgunkorni (kornflexi), brauði, kexi, mjöli, mexíkönskum vörum (tortillas, tacochips), o.fl. Olíur úr Bt-maís er að finna í aragrúa matvæla, t.d. í tómat-, chili- og grillsósum. Meirihluti unninna bandarískra matvæla, þ.m.t. frystir réttir, tilbúnar pitsur o.fl., innihalda efni úr Bt-maís. Sömu matvælin og konurnar í kanadísku rannsókninni neyttu eru flutt inn til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada og er að finna í flestum íslenskum stórmörkuðum – án merkinga sem tilgreina að þau innihaldi erfðabreytt efni. Stöðugt bætist í safn vísindarannsókna sem gefa vísbendingar um heilsufarstjón sem neysla erfðabreyttra matvæla kann að valda. Stjórnvöldum þessa lands ber skylda til að vernda okkur gegn mögulegri heilsufarsáhættu með því að innleiða – án frekari tafa – reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun