Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun