Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun