Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi 12. október 2011 06:00 Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun