Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar