Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun