Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun